Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. september 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England um helgina - Þjóðaríþróttin snýr aftur!
Liverpool hefur titilvörnina gegn Leeds.
Liverpool hefur titilvörnina gegn Leeds.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst aftur um helgina eftir stutt undirbúningstímabil; þjóðaríþrótt okkar Íslendingar byrjar aftur.

Það eru átta leikir um helgina og á mánudag. Leikjum hjá Manchester-liðunum var frestað þar sem þau lið fóru lengst enskra félaga í Evrópukeppnum.

Opnunarleikur deildarinnar er í hádeginu á morgun þegar Fulham tekur á móti Arsenal í Lundúnaslag.

Stærsti leikur þessarar fyrstu umferðar er klukkan 16:30 á morgun þegar Englandsmeistarar Liverpool hefja titilvörn sína gegn nýliðum Leeds sem snúa aftur í deild þeirra bestu eftir 16 ára fjarveru.

Íslendingalið Burnley átti að spila gegn Man Utd og hefur því ekki leik fyrr en um næstu helgi. Hitt Íslendingalið deildarinnar, Everton, heimsækir Tottenham á morgun. Það er spurning hvort Gylfi Þór Sigurðsson verði í byrjunarliði Everton en félagið bætti við sig þremur öflugum miðjumönnum nýverið.

Hér að neðan má sjá alla leiki helgarinnar.

laugardagur 12. september
11:30 Fulham - Arsenal (Síminn Sport)
14:00 Crystal Palace - Southampton (Síminn Sport)
16:30 Liverpool - Leeds (Síminn Sport)
19:00 West Ham - Newcastle (Síminn Sport)

sunnudagur 13. september
13:00 West Brom - Leicester (Síminn Sport)
15:30 Tottenham - Everton (Síminn Sport)

mánudagur 14. september
17:00 Sheffield Utd - Wolves (Síminn Sport)
19:15 Brighton - Chelsea (Síminn Sport)
Athugasemdir
banner