Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 11. nóvember 2020 22:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vináttulandsleikir: Finnland skellti heimsmeisturunum
Marcus Forss, leikmaður Brentford, skoraði annað mark Finna í dag.
Marcus Forss, leikmaður Brentford, skoraði annað mark Finna í dag.
Mynd: Getty Images
Margir vináttulandsleikir fóru fram í dag og má sjá úrslit úr nokkrum þeirra hér að neðan ásamt markaskorurum.

Litháen vann Færeyjar 2-1, Malta vann Lichtenstein, sem Helgi Kolviðsson þjálfar, 3-0, og Tyrkland gerði 3-3 jafntefli við Króatíu í fjörugum leik. Noregur gerði markal

Varamenn Danmerkur tryggðu Dönum sigur á Svíum á heimavelli Bröndby. Donny van de Beek, leikmaður Manchester United, skoraði gegn Spáni í 1-1 jafntefli. Sergio Canales skoraði fyrir Spánverja, hans fyrsta landsliðsmark. Michy Batshuayi sá til þess að Belgía vann Sviss og Ítalir voru í litlum vandræðum með Eistland.

Þýskaland vann 1-0 sigur á Tékkum, Portúgal valtaði yfir Andorra þar sem Pedro Neto skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og varamaðurinn Cristiano Ronaldo komst á blað. Pólland vann Úkraínu en langóvæntustu úrslitin komu í Frakklandi. Þar unnu Finnar ótrúlegan 0-2 útisigur á heimsmeisturunum. Mörkin komu á stuttum kafla um miðbik fyrri hálfleiksins.

Tyrkland 3 - 3 Króatía
1-0 Cenk Tosun ('23 , víti)
1-1 Ante Budimir ('32 )
2-1 Deniz Turuc ('41 )
2-2 Mario Pasalic ('53 )
2-3 Josip Brekalo ('56 )
3-3 Cengiz Under ('58 )

Danmörk 2 - 0 Svíþjóð
1-0 Jonas Wind ('61 )
2-0 Alexander Bah ('74 )

Holland 1 - 1 Spánn
0-1 Sergio Canales ('19 )
1-1 Donny van de Beek ('47 )

Belgía 2 - 1 Sviss
0-1 Admir Mehmedi ('12 )
1-1 Michy Batshuayi ('49 )
2-1 Michy Batshuayi ('70 )

Ítalía 4 - 0 Eistland
1-0 Vincenzo Grifo ('14 )
2-0 Federico Bernardeschi ('27 )
3-0 Vincenzo Grifo ('75 , víti)
4-0 Riccardo Orsolini ('86 , víti)

Þýskaland 1 - 0 Tékkland
1-0 Luca Waldschmidt ('13 )

Portúgal 7 - 0 Andorra
1-0 Pedro Neto ('8 )
2-0 Paulinho ('29 )
3-0 Renato Sanches ('56 )
4-0 Paulinho ('61 )
4-1 Emili Garcia ('76 , sjálfsmark)
5-1 Cristiano Ronaldo ('85 )
6-1 Joao Felix ('88 )

Pólland 2 - 0 Úkraína
1-0 Krzysztof Piatek ('40 )
2-0 Jakub Moder ('63 )

Frakkland 0 - 2 Finnland
0-1 Marcus Forss ('28 )
0-2 Onni Valakari ('31 )

Malta 3 - 0 Liechtenstein
1-0 Michael Mifsud ('5 )
2-0 Steve Borg ('20 )
3-0 Jean Paul Farrugia ('84 , víti)

Litháen 2 - 1 Færeyjar
1-0 Gratas Sirgedas ('42 )
2-0 Donatas Kazlauskas ('45 )
2-1 Gunnar Vatnhamar ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner