Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. nóvember 2022 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Almiron og Howe verðlaunaðir - Mun taka í höndina á Grealish
Miguel Almiron.
Miguel Almiron.
Mynd: EPA
Newcastle á bæði leikmann og stjóra mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni fyrir október.

Eddie Howe er stjóri mánaðarins og Miguel Almiron, sem hefur verið stórkostlegur upp á síðkastið, er leikmaður mánaðarins.

Það hefur verið mikið rætt um það hversu góður Almiron hefur verið eftir að Jack Grealish lét frá sér áhugaverð ummæli undir lok síðasta tímabils.

„Það þurfti að taka Riyad (Mahrez) fljótt út af. Hann spilaði eins og Almiron," sagði Grealish blindfullur þegar Man City fagnaði titlinum eftir síðasta tímabil. Gerði hann þarna lítið úr Almiron.

Almiron hefur verið miklu betri en Grealish eftir að enski landsliðsmaðurinn lét frá sér þessi ummæli. Í samtali við Chronicle segir Almiron að hann hafi tekið eftir þessum ummælum en að þau hafi ekkert truflað sig mikið. Hann hafi bara haldið áfram með sína vinnu.

„Þetta sýndi mér bara það hvað stuðningsmenn Newcastle eru stórkostlegir. Þegar þetta mál tengt Grealish kom upp þá var ég gríðarlega ánægður og stoltur því stuðningsmenn Newcastle stóðu þétt við bakið á mér."

Almiron segist ekki vera reiður út í Grealish, það sé ekkert illt á milli þeirra - frá hans hálfu allavega. „Mun ég taka í höndina á honum næst þegar við spilum við City? Já, auðvitað. Grealish er frábær leikmaður og ég óska honum alls hins besta."

Almiron segist ánægður með að hjálpa liðinu og vonast hann til að geta haldið því áfram. Newcastle er þessa stundina í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner