Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. nóvember 2022 17:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Þetta sé attitjúd sem Óskar alveg elskar"
Alex er leikmaður sem hefur kannski ekkert svakalega mikið efni á að tala svona en hann gerir það samt
Alex er leikmaður sem hefur kannski ekkert svakalega mikið efni á að tala svona en hann gerir það samt
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hann var einn af þessum köllum en svo fékk hann ekki sénsinn alveg strax hjá ÍA og datt út úr landsliðunum haustið 2019
Hann var einn af þessum köllum en svo fékk hann ekki sénsinn alveg strax hjá ÍA og datt út úr landsliðunum haustið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson, Róbert Orri Þorkelsson og Jason Daði Svanþórsson eru leikmenn sem uppaldir eru úr Mosfellsbæ og hafa farið í Breiðablik. Anton Ari Einarsson er þar líka og nú er Eyþór Aron Wöhler mættur líka.
Ísak Snær Þorvaldsson, Róbert Orri Þorkelsson og Jason Daði Svanþórsson eru leikmenn sem uppaldir eru úr Mosfellsbæ og hafa farið í Breiðablik. Anton Ari Einarsson er þar líka og nú er Eyþór Aron Wöhler mættur líka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tilkynntu Eyþór en notuðu mynd af Alex
Tilkynntu Eyþór en notuðu mynd af Alex
Mynd: Skjáskot
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag var fjallað um fréttir vikunnar á undan. Meðal stærstu tíðinda vikunnar voru þær fréttir að Alex Freyr Elísson og Eyþór Aron Wöhler voru formlega orðnir leikmenn Breiðabliks.

Sögur höfðu heyrst í haust að þetta væri það sem í stefndi en Breiðablik átti eftir að staðfesta tíðindin. Rætt var um þá Alex og Eyþór í þættinum.

„Það var geggjað þegar tilkynntu annan og settu mynd af hinum, til þess að endanlega tryggja að þeir væru báðir að koma," sagði Tómas Þór á léttu nótunum.

„Ég er ánægður með Alex Frey. Eitt gott tímabil og hann er mættur til að sýna að hann sé besti hægri bakvörðurinn. Ég held að þetta sé attitjúd sem Óskar (Hrafn, þjálfari Breiðabliks) alveg elskar, því ef það er eitthvað erfiðara en að vinna titilinn þá er það að halda einhverju 'sustainable excellence' eins og Breiðablik þarf að gera núna. Alex er leikmaður sem hefur kannski ekkert svakalega mikið efni á að tala svona en hann gerir það samt, eins og Ísak Snær gerði í fyrra - mætti til að valta yfir menn og vinna þessa deild - sem hann svo gerði framan af. Ef þú ætlar að fúnkera í þessu Blika liði þá þarftu annað hvort að vera brjálæðislega 'humble' og gera hlutina eins og Höggi (Höskuldur Gunnlaugsson), eða vera með svona bæng-attitjúd eins og Ísak, Damir og greinilega Alex. Hann er hörku-helvítis leikmaður sem átti geggjað tímabil," sagði Tómas.

Færist Höskuldur framar?
„Mér fannst Alex svolítið gefa í skyn að Höskuldur yrði ekki áfram hægri bakvörður í liðinu, eins og í lokaleikjunum þar sem Andri Rafn Yeoman var kominn í þá stöðu. Ég hef smá tilfinningu að Höskuldur muni byrja á miðjunni á næsta tímabili," sagði Sæbjörn Steinke.

„Gæti þetta ekki verið þannig að Höggi gæti tekið Evrópuleikina og aðra stóra leiki - fer eftir taktík - ekki það að Alex sé eitthvað slakur varnarmaður, alls ekki. Hann ætti að smella eins og flís við rass í þessu liði," sagði Tómas. Hann velti fyrir sér hvort Jason Daði Svanþórsson gæti farið erlendis í atvinnumennsku. „Ef ég væri vinstri bakvörður í þessari deild þá myndi ég fara aftur í skóla, vitandi af Jasoni og Alex Frey komandi þarna."

Á að baki tíu unglingalandsleiki
„Eyþór og Alex eru báðir mjög metnaðarfullir leikmenn og fara með mikið sjálfstraust í Breiðablik. Í hvaða hlutverki helduru að Eyþór Wöhler verði hjá Breiðabliki? velti Elvar Geir fyrir sér.

„Ég sé fyrir mér að hann gæti byrjað nokkra leiki en verið samt aðallega í því að koma inn í leiki og sprengja þá upp. Það er spurning hvað Breiðblik gerir, ég held þeir þurfi að fá einhvern annan framherja inn eftir að Ísak fór (til Rosenborg)," sagði Sæbjörn. „Eyþór er víst enn eitt dæmið um mann sem er búinn að leggja alveg bilað mikið á sig og er búinn að taka miklum framförum á stuttum tíma," sagði Elvar.

„Það gleymist að Eyþór Wöhler var hluti af yngri landsliðunum fram í (U19). Hann var einn af þessum köllum en svo fékk hann ekki sénsinn alveg strax hjá ÍA og datt út úr landsliðunum haustið 2019. Núna er hann að koma aftur upp," sagði Sæbjörn. Eyþór er tvítugur og er í U21 landsliðinu sem mætir Skotlandi í vináttuleik seinna í mánuðinum.

„Óskar Hrafn heldur áfram að taka gómsæta bita úr liðum í neðri hlutanum," sagði Elvar. „Er ekki Hanna (Símonardóttir í Aftureldingu) byrjuð að rúlla þessu til hans? Hún er orðin svo mikill Bliki. Ég held að þetta sé orðið algjört samstarf þarna," sagði Tómas.

„Það kom mér aðeins á óvart í viðtalinu þegar Eyþór nefndi liðin sem sýndu honum áhuga. Það voru Breiðablik, Stjarnan og Keflavík, engin önnur lið í efri hlutanum. Það kom mér aðeins á óvart. Kannski er Óskar að sjá eitthvað sem hinir sjá ekki," sagði Sæbjörn.

„Það getur vel verið, hann gerir það nú reyndar alveg oft," sagði Tómas í lok umræðunnar.

Alex er 25 ára hægri bakvörður sem kemur frá uppeldifélagi sínu Fram. Eyþór er uppalinn í Aftureldingu en kemur frá ÍA eftir að hafa skorað níu mörk í 25 deildarleikjum í sumar. Viðtöl við kappana má sjá í spilaranum hér að neðan. Þar er einnig hægt að nálgast upptöku úr útvarpsþættinum.
„Kominn í Breiðablik til að sýna öllum að ég sé besti hægri bakvörðurinn á landinu"
Eyþór Wöhler: Fyrst og fremst Óskar Hrafn Þorvalds
Útvarpsþátturinn - Boltafréttir, Arsenal og Danni Hafsteins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner