„Við spiluðum mjög, mjög vel, það vantaði upp á síðustu sendinguna. Ég er svo stoltur af strákunum, þeir gefa allt og reyndu og núna erum við á þessum kafla. Vonandi getum við komist út úr þessu með góðum úrslitum," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir tap liðsins gegn Juventus í Meistaradeildinni í kvöld.
Juventus vann 2-0 heimasigur í kvöld. Það voru þeir Dusan Vlahovic og Weston McKennie sem skoruðu mörkin.
Juventus vann 2-0 heimasigur í kvöld. Það voru þeir Dusan Vlahovic og Weston McKennie sem skoruðu mörkin.
City er í miklu brasi þessar vikurnar og hefur tapað sjö af síðustu tíu leikjum sínum og einungis unnið einn leik.
„Þegar við snúum þessu við þá munum við ekki gleym þessum kafla. Við munum kunna enn betur að meta það sem við höfum náð að gera og það sem við munum gera í framtíðinni," sagði spænski stjórinn.
City er í 22. sæti Meistaradeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. City á eftir að mæta PSG á útivelli og Club Brugge á heimavelli. Liðin sem enda í 9.-24. sæti Meistaradeildarinnar fara í umspil umspil um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.
Næsti leikur City er deildarleikur gegn Manchester United á sunnudag.
Athugasemdir