Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 12. janúar 2020 20:50
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid vann Ofurbikar Spánar eftir vítakeppni
Stefan Savic ýtir Dani Carvajal í leiknum
Stefan Savic ýtir Dani Carvajal í leiknum
Mynd: Getty Images
Real Madrid 0 - 0 Atlético Madrid (4-1 eftir vítakeppni)
Rautt spjald: Federico Valverde ('117, Real Madrid )

Real Madrid vann Atlético Madrid í vítakeppni í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins í Jeddah í Sádi Arabíu í kvöld. Thibaut Courtois varði eina spyrnu.

Það var lítið markvert sem gerðist í fyrri hálfleik en Luka Jovic átti hættulegt færi í upphafi á þeim síðari en skot hans fór rétt framhjá markinu.

Federico Valverde fékk annað færi stuttu síðar eftir sendingu frá Jovic en honum brást bogalistin af stuttu færi.

Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að framlengja en í lok síðari hálfleiks framlengingar fékk Valverde rautt spjald fyrir tæklingu á Alvaro Morata. Valverde ætlaði aldrei að taka boltann en Morata var sloppinn í gegn og átti bara eftir að koma boltanum framhjá Courtois.

Leikurinn fór því í vítakeppni þar sem Real Madrid hafði betur en Saul skot í stöng í vítakeppninni og Courtois varði þá frá Thomas Partey. Sergio Ramos tók úrslitavíti Real Madrid og gerði hann það snyrtilega með lausu skoti vinstra megin við markið.
Athugasemdir
banner