Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. janúar 2021 13:21
Elvar Geir Magnússon
Rekin frá Liverpool
Vicky Jepson.
Vicky Jepson.
Mynd: Getty Images
Vicky Jepson stýrir ekki lengur kvennaliði Liverpool en hún var rekin í dag.

Liverpool féll úr úrvalsdeild kvenna síðasta sumar og er í þriðja sæti Championship-deildarinnar, átta stigum frá toppliði Leicester og fimm stigum frá Durham sem er í öðru sæti.

Liverpool var spáð beint upp en hætta er á því að það markmið náist ekki.

Amber Whiteley sem var aðstoðarkona Jepson tekur við stjórnartaumunum á meðan leitað er að nýjum stjóra.

Jepson er 32 ára en hún tók við Liverpool 2018 og stýrði liðinu í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili. En liðið féll á síðasta tímabili með of lágan meðalstigafjölda þegar tímabilinu var hætt vegna heimsfaraldursins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner