Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 12. janúar 2023 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Spænski ofurbikarinn: El Clásico staðfestur
Marc-andre ter Stegen varði tvær spyrnur í vítakeppninni
Marc-andre ter Stegen varði tvær spyrnur í vítakeppninni
Mynd: Getty Images
Betis 2 - 2 Barcelona (2-4 eftir vítakeppni)
0-1 Robert Lewandowski ('40 )
1-1 Nabil Fekir ('77 )
1-2 Ansu Fati ('93 )
2-2 Loren Moron ('101 )

Barcelona mun spila til úrslita í spænska ofurbikarnum á sunnudag eftir að hafa unnið Real Betis, 4-2, eftir vítakeppni á King Fahd-leikvanginum í Riyadh í Sádi-Arabíu í kvöld.

Pedri taldi sig hafa komið Börsungum yfir á 23. mínútu en VAR dæmdi markið af vegna rangstöðu.

Mark Robert Lewandowski á 40. mínútu taldi hins vegar en hann skoraði þá eftir frákast.

Nabil Feki jafnaði fyrir Real Betis þegar þrettán mínútur voru eftir af leiknum og kom bikarmeisturunum í framlengingu.

Ansu Fati kom Barcelona yfir í framlengingunni með viðstöðulaususkoti á lofti á 93. mínútu en Loren Moron svaraði átta mínútum síðar með glæsilegu marki.

Það þurfti vítakeppni til að knýja fram sigurvegara og þar hafði Barcelona betur, 4-2. Börsungar nýttu allar fjórar spyrnur sínar en Marc-andre ter Stegen varði tvær spyrnur frá Juanmi og William Carvalho og tryggði sínu liði áfram.

Á sunnudag mætast Barcelona og Real Madrid í El Clásico í úrslitum ofurbikarsins en hann fer einnig fram á King Fahd-leikvanginum í Riyadh.
Athugasemdir
banner
banner
banner