Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 13:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hvar í fjandanum er þessi Íslendingur?"
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norskir fjölmiðlar virðast vera mjög spenntir fyrir Frey Alexanderssyni en hann er að ræða við Brann um að taka við sem þjálfari liðsins.

Eins og komið hefur fram, þá hefur Freyr einnig fundað með KSÍ um landsliðsþjálfarastarf Íslands. Það virðist vera á milli hans og Arnars Gunnlaugssonar.

Brann er stórt félag í Noregi og endaði í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

Eirik Horneland hætti sem þjálfari liðsins á dögunum og tók við Saint-Etienne í Frakklandi.

Síðan þá hefur félagið verið í þjálfaraleit en það hefur verið mikill áhugi á þeirri leit hjá norskum fjölmiðlum og sérstaklega hjá staðarmiðlunum í Bergen.

Bergensavisen birtir áhugaverða frétt í dag þar sem er einfaldlega spurt að því „hvar í fjandanum Íslendingurinn sé?" Er spurt að því í fyrirsögn á frétt miðilsins.

Blaðamenn í Bergen biðu eftir Frey á flugvellinum þar í gær en þeir náðu honum ekki. Þeir hafa leitað að honum en ekki fundið hann.

Mike Tullberg, unglingaþjálfari Dortmund, hafnaði Brann en norskir miðlar náðu myndum af honum á æfingasvæði félagsins. Þeir hafa ekki náð slíkum myndum af Frey.

Freyr fundaði með Brann í gær en daginn áður fundaði hann með KSÍ. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist hjá honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner