Freyr Alexandersson er orðinn nýr þjálfari Brann í Bergen en hann lenti á flugvelli borgarinnar nú rétt áðan og tók stór hópur fjölmiðlamanna á móti honum.
Freyr gaf sér tíma til að svara spurningum fjölmiðlamanna en á morgun verður félagið með fréttamannafund. Hann var eltur út í bíl þegar fjölmiðlamenn sóttust eftir ummælum frá honum.
Bergens Avisen var með beina útsendingu frá flugvellinum.
Freyr var í viðræðum við Brann í síðustu viku og gaf félaginu svo svar um helgina þegar hann samþykkti samningstilboð félagsins.
Brann hefur síðustu tvö ár endað í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar.
Freyr gaf sér tíma til að svara spurningum fjölmiðlamanna en á morgun verður félagið með fréttamannafund. Hann var eltur út í bíl þegar fjölmiðlamenn sóttust eftir ummælum frá honum.
Bergens Avisen var með beina útsendingu frá flugvellinum.
Freyr var í viðræðum við Brann í síðustu viku og gaf félaginu svo svar um helgina þegar hann samþykkti samningstilboð félagsins.
Brann hefur síðustu tvö ár endað í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar.
Freyr er 42 ára og hefur getið sér gott orð á þjálfaraferlinum. Hann var síðast þjálfari Kortrijk í Belgíu og þar á undan gerði hann frábæra hluti með Lyngby í Danmörku.
Þá hefur hann stýrt íslenska kvennalandsliðinu, Leikni og kvennaliði Vals. Ásamt því að hann var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, karlaliði Vals og Al Arabi í Katar.
Aðstoðarmaður hans hjá Brann verður hinn danski Jonathan Hartmann, sem var einnig aðstoðarmaður hans hjá Kotrijk og Lyngby.
Athugasemdir