Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 12. febrúar 2021 22:04
Aksentije Milisic
Angelino keyptur til Leipzig (Staðfest)
Vinstri vængbakvörðurinn Angelino hefur gengið til liðs við RB Leipzig og hefur hann skrifað undir fjögurra ára samning.

Angelino kom til Leipzig á láni frá Manchester City í fyrra og hefur hann spilað 28 leiki fyrir liðið og þótt standa sig mjög vel.

Hann hefur verið á mála hjá City síðan árið 2014 en farið á fjölda lána síðustu ár og nú er ljóst að hann gengur í raðir Leipzig í sumar en þetta var staðfest í kvöld.

Angelino er 24 ára og á að baki leiki fyrir yngri landslið Spánar.



Athugasemdir
banner