Xabi Alonso stjóri Leverkusen er einn mest spennandi stjóri á markaðnum í dag. Margir stuðningsmenn Liverpool dreymir um að hann taki við af Jurgen Klopp eftir tímabilið.
Alonso hefur náð frábærum árangri í Þýskalandi en liðið er á toppi deildarinnar og hefur ekki tapað leik á tímabilinu.
Alonso lék með Liverpool, Real Madrid og Bayern Munchen á leikmannaferlinum á sínum tíma en Carlo Ancelotti stjóri Real hefur mikla trú á honum.
„Hann getur án efa orðið stjóri Real Madrid í framtíðinni. Hann getur unnið hér, hann er með hæfileikana sem þarf til að vera góður stjóri. Ég kann vel við hann og hvernig hann þjálfar liðið sitt. Hann er einn af þeim stjórum sem ég fíla hvað mest," sagði Ancelotti.
Það þótti líklegt að Ancelotti myndi yfirgefa Real Madrid á þessu ári en hann framlengdi samning sinn við félagið í desember til ársins 2026.