![Powerade](https://www.fotbolti.net/images/POW_banner_150x120px.jpg)
Þrjú ensk stórlið hafa áhuga á Dean Huijsen varnarmanni Bournemouth, Liverpool fylgist með vængmanni Nice og Chelsea undirbýr tilboð í Pablo Barrios. Þetta og fleira er í slúðurpakka dagsins sem BBC tekur saman og er í boði Powerade.
Arsenal, Chelsea og Liverpool hafa áhuga á Dean Huijsen (21) varnarmanni Bournemouth og spænska U21 landsliðsins. Hann er með 55 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (TBR)
Liverpool hefur áhuga á því að fá enska U21 landsliðsmanninn Mohamed-Ali Cho (21) frá Nice. (Teamtalk)
Chelsea er að undirbúa 70 milljóna evra tilboð í Pablo Barrios (21) varnarmann Atletico Madrid. (Fichajes)
Barcelona hefur áhuga á Victor Gyökeres (26) framherja Sporting en spænska félagið er einnig að fylgjast með Alexander Isak (25) framherja Newcastle sem annan kost. (Sport)
Bayern Munchen hefur ekki áhyggjur af því að missa Harry Kane (31) til baka í ensku úrvalsdeildina. (Football Insider)
Al-Nassr var nálægt því að fá Darwin Nunez (25) frá Liverpool í janúar en enska félagið hafnaði tilboðinu. (Givemesport)
Liverpool vill frekar selja Nunez heldur en Diogo Jota (28) í sumar. (Football Insider)
Aston Villa og Arsenal hafa lýst yfir áhuga á Grikkjunum Charalampos Kostoulas (17) og Christos Mouzakitis (18) sem spila með Olympiakos. (Birmingham World)
Real Madrid hefur blandað sér í baráttuna við Arsenal um að fá Martin Zubimendi (26) miðjumann Real Sociedad í sínar raðir. (Teamtalk)
Crystal Palace, Rangers og Norwich hafa áhuga á Zaid Betteka (18) vængmanni Birmingham. (Football Insider)
Kai Havertz (25), framherji Arsenal, varð fyrir meiðslum sem félagið hefur áhyggjur af í æfingaferð liðsins í Dúbaí. (Mail)
Pep Guardiola, stjóri Man City, vill áfram fá Florian Wirtz (21) frá Bayer Leverkusen. (Christian Falk)
Sir Jim Ratcliffe, meðeigandi Man Utd, er að undirbúa að láta fleira starsfólk fara frá félaginu til að spara og opna fyrir möguleikann á fleiri kaupum á leikmönnum. (Star)
Aston Villa og PSG settu engan kaupmögleika í lánssamning Marco Asensio (29) sem fór á láni til Aston Villa í lok gluggans. Bæði félög eru sögð opin fyrir möguleikanum á félagaskiptum til frambúðar. (Fabrizio Romano)
Erik ten Hag, fyrrum stjóri Man Utd, gæti tekið við Feyenoord. (AD)
Roma vill fá Alexis Saelemaekers (25) alfarið frá AC Milan, en það er ekki möguleiki á skiptum á honum og Tammy Abraham (27). (Calciomercato)
Leikmenn Man Utd hafa trú á því að það væri best að skipta um leikkerfi, breyta frá því kerfi (3-4-2-1) sem Ruben Amorim notar í dag. (Mail)
Leikir í Meistaradeild Evrópu gætu farið fram í Bandaríkjunum frá árinu 2033 en UEFA er að skoða möguleikann á því. (Independent)
Athugasemdir