Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
   mið 12. febrúar 2025 14:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingur hættir keppni í Lengjubikarnum
Úr leik hjá Víkingum núna í vetur.
Úr leik hjá Víkingum núna í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Víkingur Reykjavík hefur hætt þátttöku í Lengjubikar karla 2025. Leikir liðsins í mótinu falla því niður.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef KSÍ.

Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, segir við Fótbolta.net að það hafi ekki hentað Víkingum að vera með að þessu sinni þar sem liðið er að keppa í umspili Sambandsdeildarinnar.

„Við hefðum þurft að spila á milli leikjanna gegn Panathinaikos. Svo erum við að fara í æfingaferð. Við hefðum aldrei náð að spila alla þessa leiki og okkur fannst heiðarlegra að segja okkur úr þessu í staðinn fyrir að mæta með einhvers konar 2. flokks eða 3. flokks lið í þetta," segir Heimir.

„Þetta mót passaði ekki inn í okkar áætlanir í ár."

Víkingar voru búnir að spila einn leik í Lengjubikarnum en þeir unnu 2-0 sigur gegn HK fyrir um viku síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner