Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 19:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið kvöldsins: Mbappe klár í slaginn - Fjórir vinstri bakverðir hjá Arsenal
Mynd: EPA
Kylian Mbappe er klár í slaginn fyrir grannaslaginn í Madrid í kvöld. Mbappe æfði ekki með liðinu í gær vegna smávægilegra meiðsla en er í byrjunarliðinu í kvöld.

Atletico Madrid fær Real Madrid í heimsókn í 16-liða úrslitum Meistaraadeildarinnar en Real vann fyrir leikinn á Bernabeu 2-1.

Arsenal er komið með níu tær í 8-liða úrslit eftir 7-1 sigur á PSV í fyrri leiknum. MIkel Arteta gerir sjö breytingar. Ben White er í liðinu en hann hefur ekki byrjað síðan í nóvember. Oleksandr Zinchenko, Jakub Kiwior, Lewis-Skelly og Kieran Tierney byrja en þeir eru allir vinstri bakverðir að upplagi. Tierney er fremstur ásamt Raheem Sterling og Mikel Merino.

Marcus Rashford er í byrjunarliði Aston Villa gegn Club Brugge en Villa er með 3-1 forystu.

Real Madrid: Courtois, Valverde, Asencio, Rudiger, Mendy, Modric, Tchouameni, Bellingham, Rodrygo, Mbappe, Vinicius.
Varamenn: Lunin, Gonzalez, Alaba, Camavinga, Guler, Endrick, Vazquez, Garcia, Diaz, Gonzalo, Ramon, Andres.

Atletico Madrid: Oblak, Llorente, Gimenez, Lenglet, Reinildo, Simeone, De Paul, Barrios, Gallagher, Griezmann, Alvarez.
Varamenn: Musso, Azpilicueta, Sorloth, Correa, Lemar, Lino, Molina, Riquelme, Witsel, Galan, Le Normand, Kostis.


Aston Villa gegn Club Brugge: Martinez, Cash, Konsa, Mings, Maatsen, McGinn, Tielemans, Kamara, Rogers, Rashford, Watkins


Arsenal gegn PSV: Raya, White, Gabriel, Kiwior, Lewis-Skelly, Jorginho, Zinchenko, Rice, Sterling, Tierney, Merino.
Varamenn: Neto, Setford, Timber, Calafiori, Saliba, Partey, Odegaard, Nwaneri, Martinelli, Trossard, Butler-Oyedeji, Kabia.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner