Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 12. maí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mattias Svanberg.
Mattias Svanberg.
Mynd: Getty Images
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson.
Alex Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Bjarni Guðmundsson.
Óttar Bjarni Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Þorsteinn Þórðarson.
Þórður Þorsteinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson lék þrjá leiki með Kára í 3. deild sumarið 2015, fjóra leiki með ÍA árið 2016 og var svo kominn í stórt hlutverk sumarið 2017. Ári seinna skoraði hann svo tíu mörk þegar ÍA sigraði Inkasso-deildina.

Í fyrra skoraði hann eitt mark í 20 leikjum. Eftir tímabilið fór hann á reynslu til Álasunds og hann var svo valinn í landsliðsverkefnið í janúar. Þar tók hann þátt í báðum leikjum liðsins sem voru hans fyrstu landsleikir. Stefán hefur leikið tólf U21 landsleiki og í febrúar fór hann á reynslu til Sarpsborg. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Stefán Teitur Þórðarson

Gælunafn: Stebbi

Aldur: 21

Hjúskaparstaða: Á föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Það var einhver æfingaleikur 2015, en fyrsti alvöru var sumarið 2016

Uppáhalds drykkur: Nýi Nocco Límón skaust á toppinn þegar hann mætti

Uppáhalds matsölustaður: Saffran er alltaf solid

Hvernig bíl áttu:
Toyota Avencis
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Survivor

Uppáhalds tónlistarmaður: Flóni og Travis Scott

Fyndnasti Íslendingurinn: Egill Einarsson í alvöru gír

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Mars, Daim, Kökudeig

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Það var eitthvað boring frá litlu systir bara

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Keflavík líklegast

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Mattias Svanberg er seigur

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Þeir eru þrír sem mér finnst hafa haft mestu áhrifin á mig. Siggi Jóns, Jói Kalli og Arnar Viðars

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Eini svona sem mér dettur í hug er Jón Dagur í yngri flokkunum - Úffff, En hann er flottur í dag.

Sætasti sigurinn: 1-0 sigur á Írlandi með U21. Írarnir voru vel hrokafullir þegar við vorum að labba útá völl og ennþá leiðinlegri inná vellinum, þannig það var mjög sætt að senda þá heim með 0 stig.

Mestu vonbrigðin: Seinni hluti tímabilsins hja ÍA á síðustu leiktíð

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Alex Þór, það er lúxus fyrir sóknarmiðjumann að hafa hann fyrir aftan sig.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Oliver Stefánsson er huggulegur

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sæunn Rós

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Hörður Ingi er með yfir milljón í Snap score segir sitt bara

Uppáhalds staður á Íslandi: Skaginn er fínn staður

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Hef lent í því að leikmaður í mínu liði hljóp útaf í fyrri hálfleik beint í runna girti niðrum sig og henti í tvist.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjarann oftast

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Aðallega með körfunni, en fylgist bara með flest öllu.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Það var ekki fyrr en í Háskóla að ég fattaði að ég var ekkert sérstaklega góður í stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: Ekki ennþá lent í neinu vandræðalegu inná vellinum

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Steinar Þorsteins skagamann hann er bara flottur strákur, Arnór Sigurðsson hann myndi lílegast geta borgað einhverjum fyrir að finna okkur og tæki Alfons Sampsted þú finnur bara ekki heilsteyptari einstakling

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Pakkaði saman upplestrakeppni grunnskóla á Akranesi fyrir nokkrum árum.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Óttar Bjarni svona fyrstur uppí hugann, vissi ekkert um hann þegar hann mætti uppá Skaga en þetta er algjört toppeintak.

Hverju laugstu síðast: Líklegast að ég hafi farið með bílinn minn í dekkjaskiptingu

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Það er frekar basic vaknað fyrir 9, borðað morgunmat og beint útí bílskúr í heimagymmið sem ég og bróðir minn ÞÞÞ settum upp þar, svo eru það tölvuleikir og ekkert sérstak þangað til maður fer að hlaupa eða tekur aðra æfingu seinni part dags. Ég er mættur svo uppí rúm um 11 hálf 12.
Athugasemdir
banner
banner