Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 12. júní 2024 13:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ræddu við fimm stjóra áður en ákveðið var að Ten Hag yrði áfram
United ræddi við Marco Silva.
United ræddi við Marco Silva.
Mynd: EPA
The Athletic fjallar um það í dag að Manchester United ræddi við fimm stjóra áður en ákveðið var að halda tryggð við Erik ten Hag og leyfa honum að stýra skútunni áfram.

Viðtölin áttu sér stað fyrir sigur United gegn City í úrslitum bikarkeppninnar.

Sigurinn í bikarúrslitaleiknum hafði sitt að segja um ákvörðun United að halda Ten Hag áfram.

Tímabilið í úrvalsdeildinni var dapurt og riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór illa. Athletic greinir frá því að þeir Thomas Tuchel og Roberto De Zerbi hafi tekið alvarlegt samtal við félagið. Þá var rætt við Mauricio Pochettino og þeir Thomas Frank og Marco Silva mættu á fund með ráðamönnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner