Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. júlí 2020 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Þrjú gestalið af þremur náð í þrjú stig í Kórnum
Óttar Magnús var á skotskónum.
Óttar Magnús var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 0 - 2 Víkingur R.
0-1 Viktor Örlygur Andrason ('27 )
0-2 Óttar Magnús Karlsson ('62 )
Lestu nánar um leikinn

Víkingar eru komnir aftur á sigurbraut í Pepsi Max-deildinni eftir tvo slæm töp í röð. Víkingar fóru í Kórinn og unnu þar góðan sigur.

HK-ingarnir voru sterkari til að byrja með en gestirnir úr Fossvoginum komust yfir á 27. mínútu þegar Viktor Örlygur Andrason skoraði skrautlegt mark. „Viktor Örlygur tekur spyrnuna við varamannabekk HK, setur boltann inn á markteiginn þar sem engir leikmenn eru og Diddi er hikandi, lætur boltann skoppa fyrir framan sig og nær ekki að stýra boltanum frá markinu þegar hann áttar sig á að hann er ekki að fá hann í fangið! Víkingar verið hreint út sagt lélegir í þessum leik en komnir yfir," skrifaði Baldvin Már Borgarsson í beinni textalýsingu.

Staðan var 1-0 í háflleik en eftir um stundarfjórðung í síðari hálfleiknum kom annað markið þegar Óttar Magnús Karlsson skoraði eftir að hafa prjónað sig í gegnum vörn HK. Heimamenn voru brjálaðir og vildu fá hendi í aðdragandanum.

Ekkert var hins vegar dæmt og staðan var 2-0 fyrir Víkinga. Þannig enduðu leikar í frekar bragðdaufum leik. „Ef ekki hefði verið fyrir smá hita og rifrildi væri ég sofnaður," skrifaði Baldvin Már á 87. mínútu.

Víkingar eru komnir með átta stig eftir sex leiki og eru núna í sjötta sæti. HK er með fimm stig í níunda sæti. Það er væntanlega áhyggjuefni fyrir Brynjar Björn Gunnarsson að HK hefur tapað öllum þremur heimaleikjum sínum í deildinni til þessa.

Önnur úrslit:
Pepsi Max-deildin: ÍA keyrði yfir Gróttu í fyrri hálfleik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner