Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 12. júlí 2020 18:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: ÍA keyrði yfir Gróttu í fyrri hálfleik
Viktor skoraði tvennu.
Viktor skoraði tvennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta 0 - 4 ÍA
0-1 Viktor Jónsson ('4 )
0-2 Stefán Teitur Þórðarson ('13 )
0-3 Brynjar Snær Pálsson ('18 )
0-4 Viktor Jónsson ('34 )
Lestu nánar um leikinn

Grótta er ekki að fara að fá nein verðlaun fyrir varnarleik sinn gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í dag. ÍA valtaði yfir nýliða Gróttu er liðin mættust á Seltjarnarnesi.

Grótta vann síðasta leik sinn gegn Fjölni 3-0 í nýliðaslag en náði engan veginn að fylgja eftir þeim sigri.

Viktor Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir fjórar mínútur og á 13. mínútu skoraði Stefán Teitur Þórðarson. Þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 3-0 eftir að Brynjar Snær Pálsson skoraði þriðja markið.

Fjórða markið kom svo á 34. mínútu og aftur var það Viktor sem kom boltanum í netið. „Maður lifandi. Enn og aftur einföld leið til að skora. Stefán fær endalausan tíma utan við teig, varnarmaður stígur frá Viktori og út í hann og um leið rúllar Stefán boltanum í gegn og Viktor klárar...með hægri!" skrifaði skólastjórinn Magnús Þór Jónsson í beinni textalýsingu.

Skagamenn sigldu sigrinum heim í síðari hálfleik og lokatölur 4-0 á Vivaldivellinum. ÍA er komið upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum, með tíu stig. Grótta er í tíunda sæti með fjögur stig.

Klukkan 19:15 hefst leikur HK og Víkings. Smelltu hérna til að fara í beina textalýsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner