Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 12. júlí 2022 11:37
Brynjar Ingi Erluson
Sterkasta lið 12. umferðar - Sjö leikmenn í fyrsta sinn
Jason Daði Svanþórsson er í fimmta sinn í liði umferðarinnar
Jason Daði Svanþórsson er í fimmta sinn í liði umferðarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Aðalsteinsson var öflugur með Leiknismönnum
Bjarki Aðalsteinsson var öflugur með Leiknismönnum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Adam Ægir skoraði og lagði upp fyrir Keflavík
Adam Ægir skoraði og lagði upp fyrir Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
12. umferð Bestu deildar karla lauk í gær með þremur leikjum en Leiknir vann meðal annars glæsilegan 3-0 sigur á Stjörnunni í Garðabæ. Þetta var annar sigur Leiknis.

Mikkel Jakobsen átti stórleik í liði Leiknis og lagði upp tvö mörk fyrir liðsfélaga sína. Hann var besti maður leiksins og þá var liðsfélagi hans, Bjarki Aðalsteinsson frábær og fær einnig sæti í liðinu en þetta er í annað sinn sem hann er í liði umferðarinnar.



Adam Ægir Pálsson er í þriðja sinn í liðinu eftir stórkostlega frammistöðu í 3-0 sigri Keflavíkur á Val. Hann skoraði og lagði upp mark í leiknum. Rúnar Þór Sigurgeirsson er þá í fyrsta sinn í liðinu en hann skoraði einnig og lagði upp.

Breiðablik vann KR örugglega, 4-0, á Kópavogsvelli. Jason Daði Svanþórsson skoraði eitt og var að valdi miklum usla á hægri vængnum og er í fimmta sinn í liðinu. Mikkel Qvist, sem hefur lítið spila fyrir Blika á þessu tímabili, kom inn í vörnina fyrir Damir Muminovic sem tók út leikbann og stóð sig vel. Hann lagði upp mark í leiknum og var öflugur. Anton Ari Einarsson er þá í annað sinn í liðinu en hann var öruggur í sínum aðgerðum í markinu.

Sito, framherji ÍBV, skoraði tvö mörk fyrir Eyjamenn áður en hann fór meiddur af velli í 4-3 tapi fyrir KA. Hann er í fyrsta sinn í liðinu.

Víkingur vann ÍA, 3-,2 í Víkinni. Logi Tómasson átti fínasta leik þar sem hann skoraði og lagði upp. Logi er í fyrsta sinn í liði umferðarinnar og sömu sögu er að segja af Skagamanninum Inga Þór Sigurðssyni, sem skoraði tvö mörk fyrir ÍA í leiknum.

Brynjar Gauti Guðjónsson er þá fulltrúi Fram en var gríðarlega öflugur varnarlega í 1-0 sigrinum á FH.

Seinna í dag verður opinberað val á leikmanni umferðarinnar.

Sjá einnig:
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner