Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 17. maí 2022 11:40
Fótbolti.net
Sterkasta lið 6. umferðar - Þrír valdir í þriðja sinn
Daníel Hafsteinsson skoraði með þrumufleyg gegn ÍA.
Daníel Hafsteinsson skoraði með þrumufleyg gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Brasilíumaðurinn Fred er í liðinu.
Brasilíumaðurinn Fred er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Blikar eru á flugi.
Blikar eru á flugi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deildinni. Í Innkastinu í morgun var opinberað val á leikmanni 6. umferðar en hér er úrvalsliðið.

Breiðablik er eina liðið með fullt hús og Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari umferðarinnar eftir 3-0 útisigur gegn Víkingi.

Jason Daði Svanþórsson skoraði eitt og átti tvær stoðsendingar, Dagur Dan Þórhallsson og Damir Muminovic voru einnig fantagóðir og eru í úrvalsliðinu.



Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði eina markið í Vesturbænum þar sem KR vann 1-0 gegn Keflavík. Nacho Heras, varnarmaður Keflavíkur, er einnig í liði umferðarinnar.

Brasilíumaðurinn Fred Saravia skoraði fyrra mark Fram í 2-1 útisigri gegn Leikni. Þetta var fyrsti sigur Framara í sumar og í raun fyrsti sigur liðsins í efstu deild síðan 2014. Leiknismenn eru enn án sigurs.

Stjarnan vann 1-0 sigur gegn Val þar sem Daníel Laxdal var valinn maður leiksins. Þá er markvörðurinn Haraldur Björnsson einnig í úrvalsliðinu.

Daníel Hafsteinsson var besti maður vallarins og skoraði fyrsta mark KA sem lagði ÍA 3-0 á útivelli. KA er enn ósigrað í deildinni og situr í öðru sæti. Ívar Örn Árnason er einnig í úrvalsliðinu.

Þá er Davíð Snær Jóhannsson fulltrúi FH eftir 2-0 sigur gegn ÍBV. Davíð skoraði annað mark FH en það var hans fyrsta mark í efstu deild.

Sjá fyrri úrvalslið:
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Innkastið - Enginn á séns í Blika og fallfnykur í Breiðholti og Eyjum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner