Barcelona og Real Madrid vilja Bernardo Silva - Gravenberch til Tyrklands? - Mikill áhugi á Nacho
   mið 22. júní 2022 12:10
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 10. umferðar - Margir með stórleik
Guðmundur Magnússon skoraði þrennu fyrir Fram.
Guðmundur Magnússon skoraði þrennu fyrir Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guy Smit átti góðan leik í marki Vals.
Guy Smit átti góðan leik í marki Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jason Daði Svanþórsson er valinn í fjórða sinn í úrvalsliðið.
Jason Daði Svanþórsson er valinn í fjórða sinn í úrvalsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steypustöðin færir þér úrvalslið umferðarinnar. 10. umferðin fór öll fram í þessari viku, að undanskildum leik Víkings og Keflavíkur sem spilaður var í lok apríl vegna þátttöku Íslandsmeistarana í umspili fyrir forkeppni Meistaradeildarinnar.

Víkingur átti ekki í vandræðum með Keflavík og vann 4-1 þar sem Kristall Máni Ingason var meðal markaskorara og átti stórleik. Viktor Örlygur Andrason er einnig í liði umferðarinnar.Topplið Breiðabliks á flesta fulltrúa eftir 4-1 sigur gegn KA á mánudaginn. Ísak Snær Þorvaldsson var enn og aftur magnaður, skoraði og átti tvær stoðsendingar. Hann er valinn í sjötta sinn í lið umferðarinnar.

Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og Höskuldur Gunnlaugsson átti stoðsendingu. Þá er Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari umferðarinnar.

Guy Smit átti góðan leik í marki Vals, þrátt fyrir að spila í gegnum meiðsli. Valur vann 2-1 sigur gegn Leikni og á þrjá leikmenn í liðinu. Í vörninni er Hólmar Örn Eyjólfsson og á miðsvæðinu Arnór Smárason sem skoraði mark Valsmanna í leiknum.

Daníel Laxdal var maður leiksins þegar Stjarnan gerði 1-1 jafntefli gegn KR og Baldur Logi Guðlaugsson valinn bestur í 1-1 jafntefli FH gegn ÍA.

Þá er Guðmundur Magnússon, sóknarmaður Fram, í liðinu eftir að hafa skorað öll þrjú mörk sinna manna í 3-3 jafntefli gegn ÍBV í Úlfarsárdal.

Sjá fyrri úrvalslið:
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner