Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   fös 12. júlí 2024 21:35
Sverrir Örn Einarsson
„Spái kannski í því í ellinni“
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson getur farið að hlakka til góðra minninga á efri árum
Þorsteinn Halldórsson getur farið að hlakka til góðra minninga á efri árum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Aðeins í annað sinn í tuttugu viðureignum þjóðanna fagnaði Ísland 3-3-0 sigri gegn stórveldi Þýskalands er liðin áttust við á Laugardalsvelli í dag. Sjö ár eru liðin frá fræknum 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í Weisbaden Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands var spurður á blaðamannafundi að leik loknum hvort að þetta væri stærsti sigurinn á hans ferli.

   12.07.2024 18:09
Ísland á fimmta Evrópumótið í röð með sögulegum sigri (Staðfest)

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Þetta er allavega stærsti sigurinn. Ég veit ekki hverjir hafa unnið Þýskaland 3-0 og bara frábært að vinna þær þannig. Við vinnum Þýskaland og komum okkur beint inn á EM og erum ein af átta þjóðum sem að komast beint á EM og það er afrek. Það er risa afrek raunverulega fyrir kvennaknattspyrnuna að komast þessa leið. Hin leiðin er erfið að fara í gegnum umspilið þar sem þú getur þess vegna lent á móti Englandi eða Svíþjóð fer eftir hvort þeirra fer í umspilið. Það var ekki það sem við vildum og við ætluðum okkur að komast þessa leið en maður bjóst alveg við því að úrslitaleikirnir yrðu á móti Austurríki og svo að við þyrftum að vinna Pólland úti.“

Ísland vann frækinn sigur á liði Þýskalands á útivelli í Weisbaden haustið 2017 í leik sem talað hefur verið um sem einn þann besta sem íslenskt landslið hefur sýnt. Gerir Steini sér grein fyrir því að sigurinn í dag fer í flokk sem einn sá allra besti og að hann er þjálfarinn sem stóð í brúnni?

„Ég er ekkert farinn að spá í því, spái kannski í því í ellinni þegar ég verð ennþá eldri. Það er bara frábært að vinna Þýskaland 3-0 og sigurinn 2017 var líka frábær það verður ekkert tekið af þeim. En auðvitað er maður bara virkilega stoltur.“

   20.10.2017 15:53
Stórkostleg frammistaða - Stelpurnar brutu þýska stálið


Athugasemdir
banner
banner