Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 20. október 2017 15:53
Elvar Geir Magnússon
Stórkostleg frammistaða - Stelpurnar brutu þýska stálið
Stelpurnar okkar byrja nýja undankeppni stórkostlega!
Stelpurnar okkar byrja nýja undankeppni stórkostlega!
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Þýskaland 2 - 3 Ísland
0-1 Dagný Brynjarsdóttir ('15)
1-1 Alexandra Popp ('41)
1-2 Elín Metta Jensen ('47)
1-3 Dagný Brynjarsdóttir ('57)
2-3 Lea Schuller ('88)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Kvennalandsliðið sýndi magnaða frammistöðu í Wiesbaden í Þýskalandi í dag þegar það vann 3-2 útisigur gegn heimakonum sem eru í öðru sæti á heimslista FIFA.

Íslenska kvennalandsliðið hafði ekki skorað gegn Þýskalandi í 30 ár áður en Dagný Brynjarsdóttir braut ísinn í leiknum í dag með marki af stuttu færi.

Þýskaland jafnaði fyrir hálfleik en Elín Metta Jensen endurheimti forystuna fyrir Ísland með frábæru marki sem sjá má hérna.

Dagný skoraði svo sitt annað mark og jók forystu Íslands í 3-1.
„Dagný er búin að vera frábær hér í dag og hún lét Melanie Leupolz líta illa út í þessu marki," skrifaði Mist Rúnarsdóttir í textalýsingu Fótbolta.net en Mist er í Þýskalandi og kemur með viðtöl hér á eftir.

Þýskaland náði að minnka muninn í lokin og pressaði stíft í blálok leiksins en tókst ekki að jafna.

Stórkostleg frammistaða hjá stelpunum okkar gegn Þýskalandi. Einn fræknasti sigur kvennalandsliðsins frá upphafi.

Ísland vann Færeyjar í fyrstu umferð undankeppninnar en næsti leikur er gegn Tékklandi á þriðjudaginn, klukkan 16 að íslenskum tíma.

Fögnuðurinn eftir leik:

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner