Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 12. ágúst 2020 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magdalena Anna Reimus.
Magdalena Anna Reimus.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halla Helgadóttir.
Halla Helgadóttir.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrafnhildur Hauksdóttir.
Hrafnhildur Hauksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðdís er varnarmaður sem gekk í raðir Breiðabliks frá Selfossi fyrir tímabilið 2017. Hún var þar áður hjá Hetti á Egilsstöðum og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki árið 2010.

Heiðdís hefur leikið alla sjö leiki Breiðabliks í Pepsi Max-deild kvenna og verið hluti af varnarleik liðsins sem á enn eftir að fá á sig mark í sumar. Hún lék á sínum tíma nítján unglingalandsleiki. Í dag sýnir Heiðdís á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Heiðdís Lillýardóttir

Gælunafn: Heidda, Heidi eða Dísa

Aldur: 24 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég kom inná í fyrsta meistaraflokks leiknum mínum þegar ég var 14 ára í Lengjubikar árið 2010.

Uppáhalds drykkur: Pepsi Max

Uppáhalds matsölustaður: Í augnablikinu er það Sumac

Hvernig bíl áttu: Toyota Aygo

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders og Game of Thrones

Uppáhalds tónlistarmaður: Jónsi í Svörtum fötum

Fyndnasti Íslendingurinn: Amma Dista

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Nutella, jarðaber og oreo í kókos ísinn hjá Brynjuís

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Sjúkraþjálfunin Sporthúsinu minnir þig á tíma..

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Fjarðabyggð

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Formiga hjá PSG

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Steini Halldórs

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Góð vinkona mín Magdalena Anna Reimus getur verið mjög óþolandi inná vellinum ;)

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Sparta Prag í meistaradeildinni í Prag í fyrra og fórum áfram í 16 liða úrslit.

Mestu vonbrigðin: Þegar ég spilaði með Selfoss og við töpuðum 2-1 í bikarúrslitaleiknum á móti Stjörnunni árið 2015.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ekki neinn.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sveindís Jane

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Steinar Aron Magnússon

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Halla Helgadóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Steven Gerrard

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Esther Rós

Uppáhalds staður á Íslandi: Stöðvarfjörður

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég var að spila með Selfoss árið 2016 skoraði ég sigurmark á 93. mínútu frá miðjum vellinum í 3-2 sigri á móti Val í bikarnum. Við vorum 0-2 undir sem gerði þetta enn sætara.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Setja úrið mitt í hleðslu

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Tiempo

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ensku

Vandræðalegasta augnablik: Ég hneig niður eftir leik á móti KR árið 2018 og fór með sjúkrabíl uppá bráðamóttöku. Ástæðan fyrir því var að líkaminn hafði ofþornað vegna endurtekins niðurgangs sama dag.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Lillý Rut Hlyns (Valur), Hrafnhildi Hauks (FH) og Höllu Helgadóttur litlu sys (Selfoss)

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er uppalin á Egilsstöðum en ekki á Selfossi eins og margir halda.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hildur Antonsdóttir. Eins klikkuð og hún getur verið inná vellinum þá er hún yndisleg utan vallar og er langmesti Marvel og GOT aðdáandi sem ég veit um.

Hverju laugstu síðast: Að ég væri búin að fara með bílinn í smurningu

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Leita af boltum þegar æfingin er búin

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi biðja Virgil van Dijk um að raka hökutoppinn af.
Athugasemdir
banner
banner
banner