Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fim 12. september 2024 19:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ætluðu að fá Vinicius Junior áður en Toney kom
Mynd: Getty Images

Al-Ahli var í viðræðum um að fá Vinicius Junior frá Real Madrid en áætlanirnar breyttust fljótlega og félagið snéri sér að Victor Osimhen og Ivan Toney.


Féelagið var í viðræðum um Victor Osimhen, leikmann Napoli, en hann fór að lokum til Galatasaray en Toney gekk að lokum til liðs við sádí-arabíska félagið frá Brentford.

Khaled Al-Issa, stjórnarformaður Al-Ahli, greinir frá þessu.

„Við vildum fá stórt nafn á kantinn, Vinicius, frá Real Madrid, en í samningaviðræðunum gerðist eitthvað óvænt, sádí arabískir leikmenn urðu atvinnumenn í gegnum skólastyrk svo Al Braikan varð atvinnumaður sem varð til þess að við breyttum okkar áformum að ná í framherja," sagði Al-Issa

„Forgangur okkar færðist frá kantmanni í framherja og við fórum í samningaviðræður við Ivan Toney og Victor Osimhen og það endaði með komu Toney.“


Athugasemdir
banner
banner