Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 12. október 2019 23:32
Brynjar Ingi Erluson
Ramos tilbúinn að spila á Ólympíuleikunum
Sergio Ramos vill bæta við sig leikjum
Sergio Ramos vill bæta við sig leikjum
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid og spænska landsliðsins, myndi ekki hafna því að spila á Ólympíuleikunum næsta sumar.

Ramos er 33 ára gamall og bætti leikjamet landsliðsins í kvöld er hann spilaði 168. leik sinn og fór þar fram úr Iker Casillas sem spilaði 167 leiki fyrir landsliðið.

Spánn er við það að tryggja sæti sitt á EM sem fer fram næsta sumar en í ágúst spilar U23 ára landsliðið á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Liðin á Ólympíuleikunum mega velja þrjá leikmenn sem eru eldri en 23 ára til að spila og er búist því að Ramos verði einn af þeim.

„Það er snemmt að vera að tala um Ólympíuleikana en ef einhver fengi tækifæri til að spila þar þá væri ekki hægt að segja nei," sagði Ramos.

„Það er ekki hægt að hafna því. Það er hins vegar mikið eftir af tímabilinu og þetta er mjög góð hugmynd," sagði hann í lokin.

Úrslitaleikur EM fer fram tveimur vikum fyrir Ólympíuleikana og því yrði dagskráin hjá Ramos ansi þung næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner