Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. október 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Spilað tæplega 40 mínútur með landsliðinu og skorað tvö mörk
Icelandair
Bræðurnir fagna marki Andra Lucasar.
Bræðurnir fagna marki Andra Lucasar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri reif í handbremsuna þegar hann fattaði að fagna með bróður sínum.
Andri reif í handbremsuna þegar hann fattaði að fagna með bróður sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohsnen skoraði sitt annað landsliðsmark í sínum fjórða A-landsleik í gær. Andri skoraði fjórða mark Íslands í 4-0 sigri á Liechtenstein eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Bróðir Andra, Sveinn Aron, lagði upp markið. Andri var búinn að spila 38 mínútur með landsliðinu þegar hann skoraði annað markið en hann hefur komið inn á sem varamaður í öllum leikjunum. Fyrsta markið skoraði hann gegn Norður-Makedóníu í september.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

Samkvæmt grein á Vísi er Andri sá sneggsti til að skora tvö mörk fyrir landsliðið en þar er viðmiðið allir þeir leikmenn sem hafa skorað tíu mörk eða fleiri.

„Ég fagnaði þessu eins og ég hefði skorað sjálfur," sagði Sveinn Aron í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson á Vísi.

„Þetta er sérstök upplifun en maður hefur nú eitthvað spilað með honum á sparkvöllum og svona þegar maður var yngri," sagði Andri Lucas í viðtalinu.

Sjá einnig:
„Einhver veisla í vændum ef hann sleppur við meiðsli"
Andri Lucas: Ég var stoltur af honum og hann stoltur af mér
Bræðurnir saman inn á vellinum



Athugasemdir
banner
banner