Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 19:35
Kári Snorrason
Líklegt byrjunarlið Íslands - Fimm manna vörn og þrjár breytingar
Eimskip
Ísland tapaði naumlega gegn Frakklandi á Prinsavöllum í síðasta mánuði.
Ísland tapaði naumlega gegn Frakklandi á Prinsavöllum í síðasta mánuði.
Mynd: EPA
Andri er í leikbanni gegn Frakklandi á morgun.
Andri er í leikbanni gegn Frakklandi á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stefán Teitur Þórðarson er í líklegu byrjunarliði okkar.
Stefán Teitur Þórðarson er í líklegu byrjunarliði okkar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Ísland mætir Frakklandi á Laugardalsvelli annað kvöld í undankeppni HM. Íslenska liðið tapaði gegn Úkraínu á föstudag og er nú í þriðja sæti riðilsins. Við hjá Fótbolti.net settum saman líklegt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn mikilvæga á morgun.


Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Frakkland

Við teljum að Arnar Gunnlaugsson haldi sig við sama leikskipulag og gegn Frökkum úti á Prinsavöllum, þar sem Ísland tapaði naumlega 2-1. Arnar stillti þá upp í 5-3-2 kerfi og við tippum á að hann geri þrjár breytingar frá byrjunarliðinu gegn Úkraínu.

Andri Lucas fékk gult spjald gegn Úkraínu og er í leikbanni á morgun. Við tippum á að bróðir hans Daníel Tristan komi inn í hans stað. Þá fer Sævar Atli út úr byrjunarliðinu og Stefán Teitur kemur inn á miðsvæðið sem djúpur miðjumaður.

Miðjan gegn Frakklandi á Prinsavöllum var nokkuð létt, skipuð Jóni Degi, Hákoni Arnari og Ísaki Bergmann. Spurning hvort að Arnar haldi sig við sömu miðju á morgun. 

Jón Dagur heldur þá sæti sínu en við tippum þó á að hann fari í hægri vængbakvörð. Staða sem Mikael Neville Anderson gerir einnig tilkall til. Jón Dagur getur þó einnig leyst stöðuna inni á miðjunni.

Guðlaugur Victor Pálsson átti slæman dag gegn Úkraínu og við skjótum á að Aron Einar Gunnarsson komi inn í hans stað sem hægri hafsent.


Athugasemdir
banner
banner