Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   fim 12. desember 2024 11:51
Kári Snorrason
Ein breyting á byrjunarliði Víkings gegn Djurgården
Erlingur byrjar í dag.
Erlingur byrjar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari hefur verið orðaður við Djurgården.
Ari hefur verið orðaður við Djurgården.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðureign Víkings R. og Djurgården hefst klukkan 13:00, ástæðan fyrir óhefðbundnum leiktíma er að fljóðljós Kópavogsvallar standast ekki kröfur UEFA, því þarf að leika í dagsbirtu.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Djurgården

Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Noah í Armeníu í síðasta leik þeirra í Sambandsdeildinni. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga gerir eina breytingu frá þeim leik.

Inn í liðið kemur Erlingur Agnarsson á kostnað Ara Sigurpálssonar.
Ari Sigurpálsson hefur verið orðaður við Djurgården en byrjar þó á bekknum í dag. Erlingur varð faðir á dögunum og var því utan hóps í síðasta Evrópuleik. Hinn fertugi Óskar Örn Hauksson er ekki í leikmannahópi Víkings í leiknum í dag.

Byrjunarliðið má sjá í heild sinni hér að neðan.


Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Byrjunarlið Djurgården:
35. Jacob Rinne (m)
3. Marcus Danielson
5. Miro Tenho
11. Deniz Hümmet
13. Daniel Stensson
14. Besard Sabovic
16. Tobias Gulliksen
18. Adam Ståhl
20. Tokmac Nguen
23. Gustav Wikheim
27. Keita Kosugi
Athugasemdir
banner
banner
banner