Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 13. janúar 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Palmeiras staðfestir tilraunir til að kaupa Pereira
Pereira hefur komið að 26 mörkum í 101 leik með Fulham.
Pereira hefur komið að 26 mörkum í 101 leik með Fulham.
Mynd: EPA
Brasilíska stórveldið Palmeiras hefur staðfest áhuga sinn á miðjumanninum Andreas Pereira sem leikur með Fulham í ensku úrvalsdeildinni og á eitt og hálft ár eftir af samningi þar.

Fulham hafa borist nokkur kauptilboð frá Palmeiras í janúar og er síðasta tilboðið talið hljóða upp á um það bil 20 milljónir punda.

Leila Pereira, forseti Palmeiras, staðfesti áhuga félagsins á Pereira og vonast til að hægt sé að ganga frá félagaskiptunum sem fyrst.

„Við höfum áhuga á þessum leikmanni og vonumst til að kaupviðræðurnar geti gengið hraðar fyrir sig. Við höfum verið á eftir þessum leikmanni í langan tíma og erum að gera okkar besta til að kaupa hann," sagði Leila Pereira þegar hún var spurð út í Andreas Pereira.

Pereira ræddi einnig um Vitor Reis sem er skotmark Manchester City. Hún sagði að tilboðið frá Englandsmeisturunum hafi ekki verið nægilega gott en félögin séu enn í viðræðum um kaupverð.
Athugasemdir
banner
banner
banner