Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. febrúar 2020 20:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellingham eins og ungur Steven Gerrard
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Jermaine Pennant segir ógnvænlegt að hugsa til þess hversu langt Jude Bellingham getur komist á ferli sínum. Pennant líkir einnig Bellingham við Steven Gerrard.

Bellingham er aðeins 16 ára, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann komið við sögu í 28 leikjum með Birmingham í Championship-deildinni á tímabilinu.

Hann hefur mikið verið orðaður við Manchester United. Einnig er hann sagður hafa vakið áhuga félaga á borð við Barcelona, Bayern München, Borussia Dortmund og Liverpool.

Pennant, fyrrum leikmaður Birmingham og Liverpool, sagði við Talksport: „Hann er stórkostlegur leikmaður. Hann minnir mig á ungan Steven Gerrard."

„Hann getur farið upp og niður völlinn, hann getur skorað og lagt upp, hann er með brögð í vopnabúrinu. Hann er stórkostlegur ungur leikmaður."

„Í Championship-deildinni reynir mjög á líkamlega hluta leiksins, en hann er sterkur og á bara eftir að verða sterkari."

„Það er ógnvænlegt að hugsa til þess hvað hann getur afrekað á ferli sínum."
Athugasemdir
banner
banner
banner