Kerfisbreyting hjá Man Utd? - Nunez var nálægt Sádi - Stórlið vilja Dean Huijsen - Ratcliffe að reka fleiri?
   fim 13. febrúar 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Róbert William samdi við Njarðvík og fór í Garð
Mynd: Njarðvík
Róbert William G. Bagguley er búinn að gera nýjan samning við Njarðvík sem gildir næstu þrjú keppnistímabilin. Hann mun þó leika með nágrannaliðinu Víði í Garði í ár.

Róbert William er fæddur 2004 og lék á láni hjá Þrótti Vogum í 2. deildinni í fyrra en reynir nú fyrir sér með Víðismönnum sem fóru upp úr 3. deild í fyrra.

Róbert heldur því áfram í 2. deildinni þar sem hann mun spila fyrir sitt þriðja mismunandi félag, eigandi leiki að baki fyrir Njarðvík og Þrótt í deildinni.

Róbert spilaði aðeins tvo deildarleiki fyrir Þrótt í fyrra er liðið endaði naumlega í þriðja sæti 2. deildar og rétt missti af sæti í Lengjudeildinni.

Hann spilaði sjö leiki með Njarðvík í 2. deild árið 2023 og verður áhugavert að fylgjast með honum hjá nýju félagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner