Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 13. maí 2021 16:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mótmælendur stöðva rútu Liverpool
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 19:15 verður flautað til leiks á Old Trafford í leik Manchester United og Liverpool. Það er alla vega planið.

Þessi leikur átti að fara fram í byrjun þessa mánaðar en það þurfti að fresta honum. Leikurinn fór ekki fram vegna mótmæla stuðningsmanna Man Utd fyrir utan Old Trafford. Stuðningsmönnunum tókst að ryðja sér leið inn á völlinn og í búningsklefa áður en leikmenn áttu að mæta á völlinn.

Stuðningsmenn Rauðu djöflanna mættu á völlinn til að mótmæla eignarhaldi Glazer fjölskyldunnar á félaginu og tókst að láta fresta stórleiknum.

Það er rólegt um að litast fyrir utan völlinn en núna eru mótmælendur búnir að stöðva rútu merkta Liverpool sem í Manchester. Mótmælendur hafa komið bílum sínum fyrir framan rútuna og kemst hún ekki áfram eins og er.

Hvað gerist, það mun koma í ljós. Leikurinn á eins og áður segir að hefjast 19:15. Leikmenn Manchester United eru komnir á völlinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner