Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. júní 2022 23:28
Brynjar Ingi Erluson
Hlín skoraði þrennu eftir miðnætti
Hlín Eiríksdóttir er komin með átta mörk í sænsku deildinni
Hlín Eiríksdóttir er komin með átta mörk í sænsku deildinni
Mynd: Piteå
Hlín Eiríksdóttir var full af orku í kvöld í 3-0 sigri Piteå á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni en hún gerði öll þrjú mörk liðsins og það eftir miðnætti.

Leikurinn hófst klukkan 23:00 og er það þekkt hefð í Svíþjóð að spila leiki í miðnætursólinni.

Þetta var mikill og stór viðburður og sýndi Hlín sínar bestu hliðar í leiknum og skoraði öll þrjú mörk liðsins.

Landsliðshópur Íslands var tilkynntur á föstudag og var Hlín ekki í hópnum. Það er erfitt að fá slíkar fréttir en Hlín nýtti orkuna vel og er staðráðin í að sanna sig, enda alveg möguleiki á að það verði eitthvað um skakkaföll fyrir Evrópumótið.

Hlín er í fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn sænsku deildarinnar með 8 mörk og þá situr Piteå í 8. sæti með 20 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner