Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mán 13. júlí 2015 12:01
Hafliði Breiðfjörð
Valur býður í Guðjón Pétur Lýðsson
Guðjón Pétur í leik með Breiðabliki gegn KR í sumar.
Guðjón Pétur í leik með Breiðabliki gegn KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur lagt fram tilboð í Guðjón Pétur Lýðsson miðjumann Breiðabliks en þetta staðfesti Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals í samtali við Fótbolta.net í dag.

Guðjón Pétur virtist ekki vera í plönum Arnars Grétarssonar þjálfara Breiðabliks fyrir tímabilið.

Hann byrjaði á bekknum í fyrsta leik, en kom inná í hálfleik gegn Fylki og skoraði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli.

Eftir það hefur hann fengið tækifæri og hefur staðið sig mjög vel og skorað 4 mörk í 10 leikjum.

„Ég hef mikinn áhuga á Guðjóni," sagði Ólafur við Fótbolta.net í dag en Guðjón Pétur spilaði með Val tímabilin 2011 og 2012 áður en hann gekk til liðs við Breiðablik.

„Hann er góður leikmaður og þekkir til hjá Val síðan hann var hérna síðast."

Guðjón Pétur hóf feril sinn hjá Haukum sumarið 2006 og hefur síðan spilað með Stjörnunni, Breiðabliki, Álftanes, og Val. Samtals 179 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 41 mörk.

Ólafur sagði frá því í viðtölum eftir 1-2 sigur Vals á Stjörnunni á föstudagskvöldið að hann ætli sér að fá þrjá leikmenn til félagsins í félagaskiptaglugganum.

Guðjón Pétur virðist vera fyrsta púslið í því.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner