Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 13. júlí 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír markverðir á lista Leeds
Kristoffer Klaesson markvörður Vålerenga
Kristoffer Klaesson markvörður Vålerenga
Mynd: Vålerenga/VIF
Leeds United er í leit að markverði eftir að félagið lánaði Kiko Casilla til Elche á Spáni.

Victor Orta, yfirmaður knattspyrnumála, er sagður vera með þrjú nöfn á lista til að koma í staðinn fyrir Casilla.

Þeir heita Daniel Cardenas, Kristoffer Klaesson og Freddie Woodman. Cardenas er 24 ára Spánverji sem er á mála hjá Levante og er varamarkvörður liðsins.

Klaesson er tvítugur og Leeds hefur verið með hann á lista í tvö ár. Norðmaðurinn er aðalmarkvörður Vålerenga og hefur þegar leikið 54 leiki með liðinu í efstu deild.

Woodman, sem er 24 ára, er á mála hjá Newcastle og á að baki leiki fyrir U21 landslið Englands. Hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal og Swansea í sumar. Hann hefur verið tvö síðustu tímabil hjá Swansea.

Illan Meslier er aðalmarkvörður Leeds. Leeds vill fá inn markvörð áður en liðið spilar undirbúningsleiki fyrir komandi tímabil eftir tvær vikur.
Athugasemdir
banner