Leeds United er í leit að markverði eftir að félagið lánaði Kiko Casilla til Elche á Spáni.
Victor Orta, yfirmaður knattspyrnumála, er sagður vera með þrjú nöfn á lista til að koma í staðinn fyrir Casilla.
Victor Orta, yfirmaður knattspyrnumála, er sagður vera með þrjú nöfn á lista til að koma í staðinn fyrir Casilla.
Þeir heita Daniel Cardenas, Kristoffer Klaesson og Freddie Woodman. Cardenas er 24 ára Spánverji sem er á mála hjá Levante og er varamarkvörður liðsins.
Klaesson er tvítugur og Leeds hefur verið með hann á lista í tvö ár. Norðmaðurinn er aðalmarkvörður Vålerenga og hefur þegar leikið 54 leiki með liðinu í efstu deild.
Woodman, sem er 24 ára, er á mála hjá Newcastle og á að baki leiki fyrir U21 landslið Englands. Hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal og Swansea í sumar. Hann hefur verið tvö síðustu tímabil hjá Swansea.
Illan Meslier er aðalmarkvörður Leeds. Leeds vill fá inn markvörð áður en liðið spilar undirbúningsleiki fyrir komandi tímabil eftir tvær vikur.
Athugasemdir