Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   sun 13. september 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Milan keypti Tatarusanu - Bonaventura til Fiorentina (Staðfest)
Rúmenski landsliðsmarkvörðurinn Ciprian Tatarusanu er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við AC Milan.

Milan greiðir hálfa milljón evra til að tryggja sér markvörðinn sem spilaði aðeins sex leiki fyrir Lyon á síðustu leiktíð.

Tatarusanu er 34 ára og er fenginn sem varaskeifa fyrir Gianluigi Donnarumma eftir brottför Pepe Reina.

Auk þess að eiga 69 leiki að baki fyrir Rúmeníu var Tatarusanu aðalmarkvörður Fiorentina í rúmlega tvö ár, þar sem hann spilaði 101 leik fyrir félagið á milli 2014 og 2017.

Fiorentina er einmitt búið að krækja í leikmann frá Milan á frjálsri sölu, miðjumanninn Giacomo Bonaventura.

Bonaventura er 31 árs miðjumaður sem á 14 A-landsleiki að baki fyrir Ítalíu. Hann er mikill meiðslapési en þegar hann heldur sér heilum virðist hann alltaf finna leiðina inn í byrjunarliðið hjá Milan.

Á síðustu leiktíð spilaði Bonaventura 32 leiki fyrir Milan og mun hann fylla í skarð Marco Benassi hjá Fiorentina. Benassi hefur verið lánaður til Verona.

Bonaventura skrifar undir tveggja ára samning við Fiorentina en hann lék fyrir Atalanta áður en hann var fenginn til Milan.

Í heildina á miðjumaðurinn 135 leiki að baki fyrir Atalanta og 184 fyrir Milan.
Athugasemdir
banner