Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fös 13. september 2024 18:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Víkingur gekk frá KR í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR 0 - 3 Víkingur R.
0-1 Gísli Gottskálk Þórðarson ('11 )
0-2 Valdimar Þór Ingimundarson ('22 )
0-3 Danijel Dejan Djuric ('38 , víti)
Lestu um leikinn


Víkingur er komið á toppinn eftir öruggan sigur á KR á Meistaravöllum í kvöld.

Gísli Gottskálk Þórðarson kom Víkingum yfir eftir rúmlega tíu mínútna. Ari Sigurpálsson renndi boltanum inn á teiginn og Gísli mætti og skoraði á opið markið.

Víkingur var ekki lengi að bæta við öðru markinu en þá lagði Gísli upp mark á Valdimar sem skoraði úr dauðafæri.

Undir lok fyrri hálfleiks innsiglaði Danijel Dejan Djuric sigur Víkings með marki af vítapunktinum. Slæm mistök hjá KR-ingum í aðdragandanum þar sem Alex Þór Hauksson átti slæma sendingu á Theodór Elmar en Valdimar var á undan honum í boltann og Theodór braut á honum innan teigs.

KR fékk sitt besta færi þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma en þá komst Atli Sigurjónsson einn í gegn og lyfti boltanum yfir Ingvar en boltinn fór að lokum framhjá markinu.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner