Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 13. nóvember 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Robertson hefur lítið æft - Þarf að hvíla næstu dagana
Mynd: Getty Images
Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool fyrirliði skoska landsliðsins, hefur útskýrt af hverju hann ákvað að draga sig úr hópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM. Robertson hefur verið að glíma við meiðsli á ökkla og hann hefur lítið getað æft undanfarnar vikur.

„Síðutu tvær og hálfa viku hef ég ekkert æft hjá Liverpool nema daginn fyrir leik. Ég gat bara spilað síðustu 15 mínúturnar gegn Genk í Meistaradeildinni og ég missti af leiknum gegn Arsenal í deildabikarnum," sagði Robertson.

„Þetta eru erfið meiðsli sem hverfa ekki nema ég gefi þessu tíma. Ökklinn minn var meiddur áður en Rodri tæklaði mig seint í leiknum gegn Manchester City á sunnudaginn og meiddi mig aftur."

„Ég var tæpur fyrir landsleikina með Skotlandi en þetta gerði þetta ennþá verra. Ég vil ekki meiðast meira og eyðileggja tímabilið mitt út af því. Það er búið að taka ákvörðun og þetta er ekki í mínum höndum. Það er sárt fyrir fyrirliða að vera ekki með."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner