Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 13. desember 2020 12:10
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Richarlison ætlaði að taka vítið af Gylfa
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson gerði sigurmark Everton gegn Chelsea úr vítaspyrnu í gær.

Dominic Calvert-Lewin fiskaði spyrnuna í fyrri hálfleik og steig Gylfi Þór á punktinn enda er hann vítaskytta Everton og bar fyrirliðabandið í gær.

Brasilíski framherjinn Richarlison vildi þó ólmur taka spyrnuna þar sem hann hafði tekið síðustu spyrnu Everton og skorað úr henni, en þá var Gylfi á bekknum.

Richarlison rauk að Gylfa og ætlaði að taka boltann af honum en samlandi hans Allan var snöggur að bregðast við og stöðva framherjann eins og má sjá á myndbandinu hér fyrir neðan.



Sjá einnig:
Ancelotti: Gylfi ætlaði að leyfa Richarlison að taka vítið
Gylfi: Allir sóknarmenn vilja taka vítaspyrnur
England: Gylfi fyrirliði gerði sigurmarkið gegn Chelsea
Einkunnir Everton og Chelsea: Gylfi meðal bestu manna
Athugasemdir
banner
banner