Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   lau 12. desember 2020 22:18
Ívan Guðjón Baldursson
Gylfi: Allir sóknarmenn vilja taka vítaspyrnur
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Everton og skoraði sigurmarkið í stórleik gegn Chelsea í kvöld.

Gylfi Þór var tekinn í viðtal að leikslokum og var vitanlega kátur með úrslitin.

„Ég ætla ekki að ljúga, þetta var erfiður leikur og við þurftum að verjast fram á síðustu sekúndu en þetta eru gríðarlega mikilvæg stig fyrir okkur. Það er frábært að halda hreinu gegn liði eins og Chelsea sem er frábært sóknarlega," sagði Gylfi Þór eftir sigurinn.

„Við höfum verið að vinna mikið í varnarleiknum og það er mjög gaman að sjá að það virkaði."

Richarlison vildi taka vítaspyrnuna en að lokum var það Gylfi sem steig á punktinn.

„Allir sóknarmenn vilja taka vítaspyrnur. Það er jákvætt að margir séu með sjálfstraustið til að stíga upp. Það er frábært fyrir mig að skora."

Nokkur þúsund stuðningsmenn voru mættir til að hvetja Everton áfram á Goodison Park og segist Gylfi hafa fengið gæsahúð.

„Maður var næstum búinn að gleyma hvernig það var að spila fyrir framan stuðningsmenn. Það var stórkostlegt, ég fékk gæsahúð."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner