Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   lau 12. desember 2020 22:44
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Everton og Chelsea: Gylfi meðal bestu manna
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson var meðal bestu manna vallarins er Everton hafði betur gegn Chelsea í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Enginn leikmaður í liði Everton fékk undir 7 í einkunnagjöf Sky Sports og var Gylfi Þór einn af fjórum sem fengu 8 fyrir sinn þátt.

Miðvörðurinn öflugi Michael Keane var maður leiksins með 9 í einkunn.

Það klikkaði eitthvað í einkunnagjöf Sky því allir leikmenn eru skráðir með 6 í einkunn. Því tókum við meðaltal einkunna frá öðrum miðlum í staðinn.

Flestir leikmenn Chelsea fá 5 eða 6 í einkunn að undanskildum Kai Havertz sem var versti maður vallarins með 4. Reece James var langbesti leikmaður gestanna og fær 8 í einkunn.

Everton: Pickford (7), Holgate (8), Mina (8), Keane (9), Godfrey (8), Doucoure (7), Allan (7), Sigurdsson (8), Iwobi (7), Calvert-Lewin (7), Richarlison (7).

Chelsea: Mendy (5), James (8), Zouma (6), Silva (5), Chilwell (5), Kante (6), Kovacic (6), Havertz (4), Mount (6), Werner (6), Giroud (6).
Varamenn: Abraham (5)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner