Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 13. desember 2024 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mbappe fer með Real Madrid til Katar
Mynd: Getty Images
Real Madrid mun keppa til úrslita í Alþjóðabikarnum enleikurinn fer fram í Katar.

Carlo Ancelotti hefur valið hópinn sem ferðast til Katar í næstu viku og Kylian Mbappe er til staðar.

Mbappe meiddist afan í læri gegn Atalanta í Meistaradeildinni í vikunni og verður ekki með gegn Rayo Vallecano um helgina. Ancelotti vonast til að hann geti tekið þátt í úrslitaleiknum sem fram fer þann 18. desember.

„Við sjáum til hvort hann geti spilað án þess að taka einhverjar áhættur. Hann mun ferðast með okkur því við höldum að hann nái sér af meiðslunum," sagði Ancelotti.

Real Madrid mætir annað hvort Pachuca eða Al Ahly í úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner