Andy Cole, fyrrum leikmaður Manchester United, telur að það gæti verið þess virði fyrir sitt gamla félag að sækja Paul Pogba í þriðja skiptið.
Pogba er þessa stundina án félags eftir að hafa rift samningi sínum við Juventus og Cole telur það ekki vitlaust hjá United að skoða það að taka hann.
Pogba er þessa stundina án félags eftir að hafa rift samningi sínum við Juventus og Cole telur það ekki vitlaust hjá United að skoða það að taka hann.
„Gæti Paul Pogba enn spila fyrir Manchester United? Hann gæti enn spilað hvar sem er," segir Cole.
„Hann er magnaður leikmaður sem er að koma úr erfiðri stöðu núna. Hann er leikmaður sem gæti gert hvaða lið sem er í ensku úrvalsdeildinni betra."
Pogba er 31 árs gamall en hann er að koma til baka eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Bann hans var stytt fyrir stuttu og má hann byrja að spila aftur í mars.
Pogba hefur í tvígang verið sóttur til Man Utd en það þykir ólíklegt að það gerist í þriðja sinn.
Athugasemdir