Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 14. febrúar 2020 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland um helgina - Lengjubikar kvenna hefst
Reykjavíkurmeistarar Fylkis mæta Stjörnunni í opnunarleik Lengjubikarsins.
Reykjavíkurmeistarar Fylkis mæta Stjörnunni í opnunarleik Lengjubikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
FH mætir Þrótti.
FH mætir Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kórdrengir spila við KV í úrslitum C-deildar Fótbolta.net mótsins.
Kórdrengir spila við KV í úrslitum C-deildar Fótbolta.net mótsins.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þorbjörnsson Steinke
Það verður fótbolti alla helgina hér á Íslandi. Lengjubikarinn er í fullum gangi og það er farið að styttast í Íslandsmótið.

Í kvöld hefst Lengjubikar kvenna með leik Fylkis og Stjörnunnar í Egilshöll. Fylkir hefur átt frábært undirbúningstímabil til þess, en liðið varð Reykjavíkurmeistari á dögunum.

FH-ingar byrjuðu Lengjubikar karla á því að tapa 1-0 fyrir HK, en eftir leikinn var úrskurðað að HK hefði spilað ólöglegum leikmanni og niðurstaðan því 3-0 sigur FH. Fimleikafélagið mætir Þrótti Reykjavík þennan föstudaginn.

Á morgun er fjöldinn allur af leikjum í Lengjubikar karla og tveir leikir í Lengjubikar kvenna. Bikarmeistarar Selfoss mæta Breiðabliki og Íslandsmeistarar Vals fara norður og mæta Þór/KA.

Á morgun er einnig leikinn úrslitaleikur C-deildar Fótbolta.net mótsins. Kórdrengir mæta KV.

Sunnudagurinn er rólegur. Þá er aðeins einn leikur, Víkingur R. fer norður og mætir Magna í Lengjubikar karla.

Hér að neðan má sjá alla leiki helgarinnar.

föstudagur 14. febrúar

Faxaflóamót kvenna - B-riðill
20:00 HK-Afturelding (Kórinn)

Fótbolta.net mótið - C-deild leikið um sæti
20:00 Kári-Augnablik (Akraneshöllin)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
19:00 FH-Þróttur R. (Skessan)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
19:00 Fjölnir-Stjarnan (Egilshöll)

Lengjubikar kvenna - A-deild
21:00 Fylkir-Stjarnan (Egilshöll)

laugardagur 15. febrúar

Fótbolta.net mótið - C-deild leikið um sæti
19:30 Kórdrengir-KV (Egilshöll)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
13:00 Leiknir F.-Afturelding (Fjarðabyggðarhöllin)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
15:00 KA-Fylkir (Boginn)
17:15 Fram-Keflavík (Egilshöll)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 3
11:30 HK-Grindavík (Kórinn)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
15:15 Valur-Vestri (Egilshöll)
16:00 ÍBV-Víkingur Ó. (Skessan)

Lengjubikar kvenna - A-deild
11:00 Breiðablik-Selfoss (Fífan)
17:00 Þór/KA-Valur (Boginn)

sunnudagur 16. febrúar

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
15:00 Magni-Víkingur R. (Boginn)
Athugasemdir
banner
banner
banner