Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 14. febrúar 2021 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Björninn fær bræður úr Fjölni (Staðfest)
Mynd: Björninn
4. deildarliðið Björninn er búinn að tryggja sér bræðurna Andreas Patrek og Gunnar Inga Gunnarsson frá Fjölni.

Bræðurnir eru fæddir 1993 og 1994 og eiga samtals 32 keppnisleiki að baki fyrir Björninn. Þeir eiga ekki keppnisleik að baki fyrir Fjölni en hafa æft með félaginu.

Andreas og Gunnar spiluðu alla sína leiki fyrir Björninn fyrir tæpum áratugi síðan, þegar Björninn var í 3. deild.

Björninn endaði í 4. sæti B-riðils 4. deildarinnar í fyrra, með 17 stig úr 12 leikjum.


Athugasemdir
banner