Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   fös 14. febrúar 2025 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Afturelding slátraði FH í Hafnarfirði
Andri Freyr
Andri Freyr
Mynd: Raggi Óla
FH 3 - 6 Afturelding
0-1 Aron Jóhannsson ('28)
0-2 Aron Jóhannsson ('30)
0-3 Bjartur Bjarmi Barkarson ('38)
0-4 Arnór Gauti Ragnarsson ('40)
0-5 Andri Freyr Jónasson ('67)
0-6 Andri Freyr Jónasson ('68)
1-6 Dagur Traustason ('79)
2-6 Sigurður Bjartur Hallsson ('85, víti)
3-6 Gils Gíslason ('92)

FH tók á móti Aftureldingu í annarri umferð Lengjubikars karla í dag og úr varð mikill markaleikur þar sem Mosfellingar skópu stórsigur.

Aron Jóhannsson og Andri Freyr Jónasson skoruðu sitthvora tvennuna á meðan Bjartur Bjarmi Barkarson og Árnór Gauti Ragnarsson komust einnig á blað.

Staðan var 0-4 fyrir Aftureldingu í hálfleik og komust gestirnir mest í sex marka forystu, en lokatölur urðu 3-6 eftir góðan lokakafla hjá FH-ingum. Dagur Traustason, Sigurður Bjartur Hallsson og Gils Gíslason skoruðu allir á lokakaflanum.

Mosfellingar hafa byrjað Lengjubikarinn af gífurlegum krafti þar sem þeir sigruðu Þór 4-0 í fyrstu umferð.

FH hefur byrjað illa og er án stiga eftir tap á heimavelli gegn ÍR í fyrstu umferð.

FH og Afturelding leika bæði í Bestu deildinni í ár og munu því mætast aftur í sumar.
Athugasemdir
banner
banner