Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   þri 14. maí 2024 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Welbeck og Milner framlengja við Brighton
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Englendingarnir Danny Welbeck og James Milner eru búnir að framlengja samninga sína við Brighton.

Framherjinn knái Welbeck gerir nýjan tveggja ára samning við félagið á meðan Milner framlengir núverandi samning um eitt ár. Þeir hefðu báðir orðið samningslausir í sumar.

Welbeck er 33 ára gamall og hefur skorað 6 mörk og gefið eina stoðsendingu á yfirstandandi tímabili.

Hann hefur verið að fá mikinn spiltíma í sterku liði Brighton þar sem hann hefur nýst Roberto De Zerbi þjálfara afar vel þrátt fyrir slaka markaskorun.

Milner er aftur á móti 38 ára gamall en hann býr enn yfir krafti þrátt fyrir aldurinn.

Þessi reynslubolti hefur verið fjarverandi síðustu mánuði vegna hnémeiðsla en fyrir það var hann mikilvægur liðsmaður í liði Brighton.

Milner hefur komið við sögu í 20 leikjum á meiðslahrjáðu tímabili en á síðustu leiktíð tók hann þátt í 43 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner