Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   mið 14. september 2022 09:00
Aksentije Milisic
Zlatan mætir til leiks fljótlega: Ég er ekki að fara hætta

Sóknarmaðurinn reynslumikli Zlatan Ibrahimovic hefur ekkert spilað fyrir Ítalíumeistarana í AC Milan á þessari leiktíð en hann er að jafna sig eftir aðgerð á hné.


Eftir tímabilið framlengdi Zlatan samninginn sinn um eitt ár við Milan en Zlatan hefur spilað 60 leiki og skorað 33 mörk frá því hann kom aftur til félagsins árið 2020.

Hann verður 41 árs á næsta ári en hann ætlar ekki að leggja skónna á hilluna strax.

„Ég mun snúa aftur fljótlega. Ég mun ekki hætta. Ég kem aftur og ég mun ekki gefast upp," sagði Zlatan við Gazzettuna á Ítalíu.

Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Zlatan mun snúa aftur á völlinn en á Ítalíu er því haldið fram að það gæti verið um áramótin.


Athugasemdir
banner